Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Atli frá FH í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar/Hulda Margrét
Tómas Atli Björgvinsson er genginn í raðir Haukum. Hann var síðast samningsbundinn FH en lék á láni með KFA í 2. deild í sumar. Hann skoraði eitt mark í deildinni og eitt í bikarnum í sumar.

Tómas Atli er nítján ára miðjumaður sem skrifar undir tveggja ára samning á Ásvöllum.

Hann lék á sínum tíma tvo leiki með U15 landsliðinu og hefur á sínum meistaraflokksferli leikið með Einherja, Fjarðabyggð, ÍH og KFA. Alls hefur hann spilað 71 leik í deild og bikar og skorað sjö mörk.

Haukar hafa verið nokkuð duglegir á markaðnum því þeir Daníel Smári Sigurðsson, Alexander Aron Tómasson, Guðmundur Axel Hilmarsson, Sveinn Óli Guðnason og Haukur Darri Pálsson hafa samið við félagið síðustu vikur.

Haukar enduðu í 6. sæti 2. deildar í sumar og Ian Jeffs er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner