Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ernir Bjarnason að snúa eftur meiðsli og verður áfram í Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tilkynnti í dag að Ernir Bjarnason yrði áfram í herbúðum félagsins, væri búinn að skrifa undir tveggja ára samning.

Ernir sleit krossband sumarið 2023 og missti af öllu tímabilinu í ár. Hann er að stíga up úr meiðslunum erfiðu.

Miðjumaðurinn kom frá Leikni fyrir tímabilið 2022. Hann er 27 ára og á að baki 55 leiki í efstu deild og 71 leik í næstefstu deild.

Keflavík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og tapaði í úrslitaleik gegn Aftureldingu um sæti í efstu deild. Liðið verður því áfram í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner