Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lautaro Martínez upp að hlið Maradona
Mynd: Getty Images

Lautaro Martínez var hetja Argentínu þegar liðið lagði Perú í suður amerísku undankeppninni fyrir HM 2026.


Hann skoraði eina mark leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þetta var 32. landsliðsmark hans en hann jafnaði þar með Diego Maradona en þeir eru í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu.

Sá markahæsti, Lionel Messi, sem hefur skorað 112 mörk átti stoðsendinguna en hann hefur lagt upp 58 mörk í landsliðsbúningnum. Hann er þar með stoðsendingahæsti landsliðsmaður frá upphafi ásamt Bandaríkjamanninum Landon Donovan.

Síle vann Venesúela og Brasilía og Úrúgvæ skildu jöfn en Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, kom Úrúgvæ yfir en Gerson, leikmaður Flamengo, jafnaði metin.

Argentína er á toppnum með 25 stig, Úrúgvæ í 2. sæti með 20, Brasilía í 3. sæti með 18 stig, Venesúela með 12 stig í 8. sæti og Síle með 9 stig í 9. sæti.

Argentína 1-0 Perú
1-0 Lautaro Martinez ('55 )

Síle 4-2 Venesúela
0-1 J. Savarino ('13 )
1-1 Eduardo Vargas ('20 )
1-2 R. Ramirez ('22 )
2-2 T. Rincon ('29 sjálfsmark)
3-2 L. Cepeda ('38 )
4-2 L. Cepeda ('47 )

Brasilía 1-1 Úrúgvæ
0-1 F. Valverde ('55 )
1-1 Gerson ('62 )


Athugasemdir
banner