Alfreð Finnbogason tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir glæstan feril.
Alfreð snýr sér nú að nýjum verkefnum en hann hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Alfreð snýr sér nú að nýjum verkefnum en hann hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Núna þegar Alfreð hefur tilkynnt að hann sé hættur, þá er vel við hæfi að rifja upp stærsta augnablikið á hans fótboltaferli: Þegar hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM.
„Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona augnablik," sagði Alfreð eftir leikinn en þetta er eitthvað sem verður aldrei tekið af honum.
Hér fyrir neðan má sjá markið sem Alfreð skoraði gegn Argentínu.
????????????????#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021
Athugasemdir