Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
banner
   mið 20. nóvember 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ráku tvo þjálfara sama daginn
Reiðir ítalskir stuðningsmenn ráku þjálfarann
Reiðir ítalskir stuðningsmenn ráku þjálfarann
Mynd: Getty Images

Það er þekkt að það sé ekki mikil þolinmæði fyrir þjálfurum á Ítalíu en Piacenza, sem leikur í Seríu D, bætti sennilega met.


Carmine Parlato var rekinn frá félaginu og Simone Bentivoglio var ráðinn í hans stað.

Meðan hann stýrði sinni fyrstu æfingu ruddust stuðningsmenn inn á æfingavöllinn og kröfðust þess að Bentivoglio yrði rekinn annars myndi hann hætta að mæta á leiki liðsins.

Það er vegna þess að Bentivoglio var partur af veðmálaskandal sem átti sér stað árið 2011 þar sem hann var dæmdur í 13 mánaða bann.

Félagið samþykkti að reka hann nokkrum klukkutímum eftir að hann var ráðinn og Stefano Rossini var ráðinn en hann var rekinn frá félaginu þann 7. október þegar Parlato var ráðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner