Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane um Ödegaard: Þetta er vinnan hans, er það ekki?
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard spilaði 96 mínútur með Arsenal eftir að hann sneri til baka úr meiðslum fyrir landsleikjahlé.

Talað var um það í Overlap hlaðvarpinu að hann þyrfti hrós fyrir það. Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, var á því máli og Jill Scott, fyrrum landsliðskona Englands, tók undir það. Ödegaard er að snúa til baka úr löngum meiðslum.

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, tók hins vegar ekki í mál að hrósa Ödegaard fyrir að spila svo lengi.

„Þetta er vinnan hans, er það ekki?" sagði Keane sem var ekki hrifinn af umræðunni.

„Þú ert flugmaður og ert að fara í átta tíma flug, en segir að þú getir bara flogið í sex tíma. Jesús, 96 mínútur. Guði sé lof."

Ödegaard er núna búinn að fá landsleikjahléið til að jafna sig enn frekar en hann verður í eldlínunni með Arsenal gegn Nottingham Forest á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner