Kristófer Konráðsson er að ganga í raðir Fram. Kristján Óli Sigurðsson, meðlimur Þungavigtarinnar, sagði fyrst frá og heimildamenn Fótbolta.net hafa staðfest tíðindin.
Kristófer er með lausan samning eftir tvö tímabil með Grindavík. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur á ferlinum einnig leikið með Þrótti, KFG og Leikni.
Kristófer er með lausan samning eftir tvö tímabil með Grindavík. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur á ferlinum einnig leikið með Þrótti, KFG og Leikni.
Hann er 26 ára og ansi fjölhæfur, getur leyst margar stöður á vellinum; getur spilað sem bakvörður, kantmaður og á miðsvæðinu.
Hann skoraði þrjú mörk í sextán leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Alls hefur hann spilað 111 keppnisleiki í meistaraflokki og skorað í þeim tólf mörk.
Á sínum tíma lék hann 22 leiki með yngri landsliðunum og skoraði eitt mark.
Krissi Konn að skrifa undir í Útborgunardalnum, Úlfarsárdalnum hjá Fram. #HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 22, 2024
Athugasemdir