Anna Laufey (2005) og Olga Lind Gestsdætur (2007) hafa skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss.
Þær koma frá Þorlákshöfn en hafa verið í Selfossi frá 4. flokki. Þær hófu báðar meistaraflokksferil sinn síðasta sumar og spiluðu tvo leiki hvor með Selfossi þegar liðið féll úr Lengjudeildinni.
Þær voru báðar í lykilhlutverki í 2. flokki í sumar sem náði frábærum árangri, 2. sæti á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni.
Þá skrifaði Embla Dís Gunnarsdóttir einnig undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Embla sem er fædd árið 2005 er uppalin í Selfossi en hún lék sinn fyrsta leik fyrir Meistaraflokk árið 2022. Hún lék 23 leiki í sumar.
Athugasemdir