Andri Hjörvar Albertsson var í dag tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK. Meðfram því starfi mun hann sjá um þjálfun 2. flokks kvenna og 6. flokks karla. Hann verður aðstoðarmaður Pétur Rögnvaldssonar í meistaraflokki kvenna.
Andri hefur síðustu ár verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Haukum en þar á undan var hann þjálfari Þórs/KA. Hann skrifar undir tveggja ára samning við HK.
Andri hefur síðustu ár verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Haukum en þar á undan var hann þjálfari Þórs/KA. Hann skrifar undir tveggja ára samning við HK.
Úr fréttt á heimasíðu HK:
Andri er uppalinn á Akureyri þar sem hann spilaði upp alla yngri flokka með Þór og hóf meistaraflokksferilinn þar. Hann spilaði einnig fyrir Fjarðabyggð (KFA) og Grindavík. Alls 271 leiki í meistaraflokki.
Hann hefur verið í þjálfun seinustu 12 ár, þjálfað alla yngri flokka og verið yfirþjálfari hjá tveimur frábærum félögum; Þór og Haukum, ásamt því að eiga fimm ár að baki í efstu deild kvenna:
2017, 2018, 2019 sem aðstoðarþjálfari Þór/KA (Íslandsmeistarar 2017, komumst upp úr riðlakeppi Champions League 2018)
2020 og 2021 sem aðalþjálfari Þór/KA.
Andri hefur tekið öll KSÍ þjálfaranámskeiðin og er með hæstu þjálfaragráðuna, UEFA PRO. Hann hafði þetta að segja við undirritun samingsins:
„Ég er afar spenntur fyrir komandi misserum hjá HK - framtíðin er björt og tækifærin til afreka eru svo sannarlega til staðar. Andrúmsloftið hjá HK einkennist af miklum metnaði og vilja til að gera allt 100%, hvort sem það er hjá þjálfurum, stjórnendum eða iðkendum. Umfram allt finn ég fyrir stolti og hlýju frá HK fólki - hér slær feiki sterkt HK hjarta og ég er virkilega ánægður að fá að vera partur af þessu stóra félagi."
Athugasemdir