City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 02. janúar 2023 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric hafnaði því að fylgja á eftir Ronaldo
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er sagður hafa hafnað tilboði frá Al Nassr í Sádí-Arabíu.

Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al Nassr á dögunum. Varð hann um leið launahæsti íþróttamaður sögunnar.

Núna segir sagan að Al Nassr hafi líka boðið Modric, fyrrum liðsfélaga Ronaldo, stóran samning. Modric var hins vegar ekki tilbúinn að taka því.

Samningur hins 37 ára gamla Modric hjá Real Madrid rennur út eftir tímabilið. Al Nassr er sagt hafa boðið honum gull og græna skóga.

Modric ætlar sér þó að taka eitt tímabil í viðbót í Madríd þar sem hann stefnir á að spila með Króatíu á EM 2024.
Athugasemdir
banner
banner