„Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn hvernig þetta gerðist að fá á okkur mark undir lok leiks en við komum hingað á þennan völl eftir langt ferðalag og náum stigi, ég er mjög stoltur af stelpunum. Þær sýndu mikinn karakter, börðust mikið Valur lá mikið á okkur í seinni hálfleik en við náðum samt að skapa færi," sagði stoltur en vonsvikinn Jonathan Glenn þjálfari ÍBV eftir 1-1 jafntefli við topplið Vals.
ÍBV var yfir nánast allan seinni hálfleikinn en Valur skoraði mark í uppbótartíma.
ÍBV var yfir nánast allan seinni hálfleikinn en Valur skoraði mark í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 ÍBV
„Við vissum komandi hingað að við værum að fara mæta mjög sterku liði og við þurftum að velja okkur tækifæri til að sækja á þær, svo við sátum aftarlega og biðum eftir þeim. Í seinni hálfleik ákváðum við að sækja á þær og við skoruðum mark og þá fórum við aftur aðeins niður og biðum eftir þeim."
ÍBV er með 11 stig eftir sjö umferðir og finnst Jonathan Glenn það vera fín stigasöfnun það sem af er að tímabili.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir