Grótta gerði jafntefli við Víking R. í Lengjudeild kvenna í kvöld

„Bara gríðarlega svekkt. Við hefðum átt að klára þetta í fyrri hálfleik, vorum 2-0 yfir og þær komast inn í leikinn með eitthverju ókeypis víti og ná svo að jafna, þannig ég er bara mjög svekkt í dag.“ sagði Tinna Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu eftir 2-2 jafntefli við Víking R. í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Víkingur R.
„Kanski bara halda þolinmæði í seinni hálfleik. Við vorum mjög þolinmóðar í fyrri hálfleik og náum að skora tvö mörk.“
Grótta fékk liðstyrk nú í vikunni en þær Eva Karen og Ásta Kristindóttir komu frá Fjölni og KR. Tinna segir að henni lýst vel á það og það sé bara spennandi.
Næsti leikur Gróttu er á móti Tindastól, en liðið er á toppi deildarinnar. Aðeins sex stigum munar á liðunum eins og staðan er núna. Tinna segir að liðið þarf að eiga góðan dag og að þá getur allt gerst.
„Við þurfum bara að eiga mjög góðan dag og mæta mjög peppaðar í þetta. Þá held ég að allt getur gerst.“
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að ofan.
Athugasemdir