Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Wales snéri blaðinu við eftir frábæra byrjun Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland á ekki möguleika á að vinna sér sæti í A deild Þjóðadeildarinnar eins og staðan er í hálfleik gegn Wales í Cardiff.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega en Andri Lucas Gujohnsen kom liðinu yfir eftir tæplega tíu mínútna leik þegar hann setti boltann milli fóta Danny Ward í marki Wales eftir að hann hafði varið skalla frá Orra Steini Óskarssyni.

Ísland varð fyrir áfalli eftir 25 mínútna leik þegar Orri Steinn þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Walesverjar náðu að vinna sig inn í leikinn og jöfnuðu metin þegar Liam Cullen skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Brennan Johnson.

Bæði lið fengu færi til að bæta við en það var Wales sem átti síðasta orðið í fyrri hálfleiknum. Hákon Rafn Valdimarsson varði skot frá Daniel James í uppbótatíma en Cullen náði frákastinu og snéri blaðinu við fyrir Wales.


Athugasemdir
banner
banner
banner