Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Hádramatískt jöfnunarmark í uppbótartíma í Víkinni - „Ofurtöffari“
Guðmundur Kristjánsson kom Stjörnumönnum í framlengingu
Guðmundur Kristjánsson kom Stjörnumönnum í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjörnumenn hafa ekki gefið upp alla von á að komast í bikarúrslit en þeir voru rétt í þessu að tryggja sér framlengingu gegn ríkjandi bikarmeisturum Víkings í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

Danijel Dejan Djuric gerði mark Víkinga á 42. mínútu en Stjörnumenn höfðu verið að hóta jöfnunarmarki á síðustu mínútum leiksins.

Á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom jöfnunarmarkið og var það enginn annar en fyrirliðinn, Guðmundur Kristjánsson, sem gerði það með glæsilegri afgreiðslu úr teignum.

Hár bolti inn í teig sem Örvar Eggertsson skallaði niður á Guðmund, hann stökk upp og náði einhvern veginn að skjóta honum á milli varnarmanna og neðst í vinstra hornið.

„Ofurtöffari,“ sagði Gunnar Birgisson í lýsingu sinni á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner