Barcelona var nálægt því að selja varnarmanninn sinn Eric García til Como í janúarglugganum.
Como hefði aðeins þurft að borga tæpar 10 milljónir evra fyrir miðvörðinn en Hansi Flick þjálfari Börsunga stöðvaði félagaskiptin eftir að búið var að bóka flug til Ítalíu og læknisskoðun.
„Eric García var með tilboð frá öðru félagi en ég sagði honum að ég þurfti á honum að halda," segir Flick.
García er 24 ára gamall og með rúmt ár eftir af samningi sínum við Barcelona.
Hann er uppalinn í Barcelona en skipti til Manchester City í fjögur ár áður en hann flutti aftur til Spánar.
García hefur tekið þátt í 31 leik á tímabilinu og staðið sig afar vel.
García var lykilmaður upp yngri landslið Spánar og hefur spilað 19 A-landsleiki á ferlinum.
Athugasemdir