Vonir lifa í Breiðholti
Von Leiknismanna lifir enn eftir dramatík sem Bílastæðaverðirnir eða Leiðarljós hefði ekki getað framkallað. Þegar öll sund virtust lokuð og bæði heimamenn og gestirnir að stimpla sig út úr séns á Pepsi Max sæti var það Sólon Breki Leifsson sem skoraði markið sem heldur lífi í Leiknismönnum en slökkti um leið vonir Keflvíkinga.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Keflavík
Sekúndubrotum áður höfðu Keflvíkingar átt vænlegan séns sem Eyjólfur í marki Leiknismanna varði og upp fara Leiknismenn og skora þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum.
„Það voru náttúrulega óteljandi færi í þessum leik á báða bóga, þannig að þetta var bara einhvern veginn týpískur endir á þessum leik að þetta mynd enda með að það myndi detta mark öðru hvoru megin“
„Já í fyrri hálfleiknum lágu þeir aðeins til baka og leyfðu okkur að vera með boltann og við gerðum það bara mjög vel – mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik en þeir svona hættulegir á break´inu en mér fannst gott jafnvægi í liðinu hjá okkur að verjast því"
"Svo í seinni hálfleiknum koma Keflvíkingarnir bara flottir út og eru í raun bara ívið betri aðillinn. Spiluðu þennan seinni hálfleik bara mjög vel “
„Geggjaður karakter hjá okkur að klára þetta í lokin og við fengum fullt af færum og þeir líka þannig að þetta var bara frábær fótboltaleikur“
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir