Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 05. september 2019 20:37
Sævar Ólafsson
Siggi Höskulds: Týpískur endir á þessum leik
Vonir lifa í Breiðholti
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Von Leiknismanna lifir enn eftir dramatík sem Bílastæðaverðirnir eða Leiðarljós hefði ekki getað framkallað. Þegar öll sund virtust lokuð og bæði heimamenn og gestirnir að stimpla sig út úr séns á Pepsi Max sæti var það Sólon Breki Leifsson sem skoraði markið sem heldur lífi í Leiknismönnum en slökkti um leið vonir Keflvíkinga.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Keflavík

Sekúndubrotum áður höfðu Keflvíkingar átt vænlegan séns sem Eyjólfur í marki Leiknismanna varði og upp fara Leiknismenn og skora þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum.

„Það voru náttúrulega óteljandi færi í þessum leik á báða bóga, þannig að þetta var bara einhvern veginn týpískur endir á þessum leik að þetta mynd enda með að það myndi detta mark öðru hvoru megin“

„Já í fyrri hálfleiknum lágu þeir aðeins til baka og leyfðu okkur að vera með boltann og við gerðum það bara mjög vel – mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik en þeir svona hættulegir á break´inu en mér fannst gott jafnvægi í liðinu hjá okkur að verjast því"

"Svo í seinni hálfleiknum koma Keflvíkingarnir bara flottir út og eru í raun bara ívið betri aðillinn. Spiluðu þennan seinni hálfleik bara mjög vel “

„Geggjaður karakter hjá okkur að klára þetta í lokin og við fengum fullt af færum og þeir líka þannig að þetta var bara frábær fótboltaleikur“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner