Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fim 05. september 2019 20:37
Sævar Ólafsson
Siggi Höskulds: Týpískur endir á þessum leik
Vonir lifa í Breiðholti
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Von Leiknismanna lifir enn eftir dramatík sem Bílastæðaverðirnir eða Leiðarljós hefði ekki getað framkallað. Þegar öll sund virtust lokuð og bæði heimamenn og gestirnir að stimpla sig út úr séns á Pepsi Max sæti var það Sólon Breki Leifsson sem skoraði markið sem heldur lífi í Leiknismönnum en slökkti um leið vonir Keflvíkinga.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Keflavík

Sekúndubrotum áður höfðu Keflvíkingar átt vænlegan séns sem Eyjólfur í marki Leiknismanna varði og upp fara Leiknismenn og skora þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum.

„Það voru náttúrulega óteljandi færi í þessum leik á báða bóga, þannig að þetta var bara einhvern veginn týpískur endir á þessum leik að þetta mynd enda með að það myndi detta mark öðru hvoru megin“

„Já í fyrri hálfleiknum lágu þeir aðeins til baka og leyfðu okkur að vera með boltann og við gerðum það bara mjög vel – mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik en þeir svona hættulegir á break´inu en mér fannst gott jafnvægi í liðinu hjá okkur að verjast því"

"Svo í seinni hálfleiknum koma Keflvíkingarnir bara flottir út og eru í raun bara ívið betri aðillinn. Spiluðu þennan seinni hálfleik bara mjög vel “

„Geggjaður karakter hjá okkur að klára þetta í lokin og við fengum fullt af færum og þeir líka þannig að þetta var bara frábær fótboltaleikur“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner