Thomas Frank, stjóri Brentford, segir að nýtt HM félagsliða sé „fáránlegt“ og enginn hafi verið að biðja um þessa keppni.
HM félagsliða fer af stað í Bandaríkjunum í júní og er með breyttu sniði, keppnin inniheldur 32 lið. Chelsea, Manchester City og Real Madrid eru meðal þátttökuliða.
HM félagsliða fer af stað í Bandaríkjunum í júní og er með breyttu sniði, keppnin inniheldur 32 lið. Chelsea, Manchester City og Real Madrid eru meðal þátttökuliða.
„Leikjaálagið er stórt umræðuefni. Þetta HM félagsliða er að mínu mati fáránlegt. Þetta er of mikið. Þetta er bara nýtt mót. Hver vill það? Enginn," segir Frank.
Hann var spurður að því hvort hann myndi horfa á þetta mót í sumar.
„Nei. Ég ætla að njóta sumarsins. Það er enginn möguleiki að ég sé að fara að horfa á þetta."
Athugasemdir