KR hefur óskað eftir frestun á leik liðsins gegn Fjölni í 10. umferð Pepsi-deildarinnar en leikurinn á að fara fram á mánudag. KR lagði SJK 2-0 í Finnlandi í Evrópudeildinni kvöld en eftir viku mætir liðið Maccabi Tel Aviv í Ísrael í 2. umferðinni.
Þar sem KR-ingar koma ekki heim frá Finnlandi fyrr en seint annað kvöld þá var leikurinn ið Fjölni færður frá sunnudegi yfir á mánudag á dögunum.
KR-ingar hafa nú óskað eftir því við KSÍ að leikurinn verði frestað um einhverjar vikur til að auðvelda ferðalagið og undirbúninginn fyrir leikinn í Ísrael.
Þar sem KR-ingar koma ekki heim frá Finnlandi fyrr en seint annað kvöld þá var leikurinn ið Fjölni færður frá sunnudegi yfir á mánudag á dögunum.
KR-ingar hafa nú óskað eftir því við KSÍ að leikurinn verði frestað um einhverjar vikur til að auðvelda ferðalagið og undirbúninginn fyrir leikinn í Ísrael.
„Jónas Kristins (framkvæmdastjóri KR) er búinn að leggja drög að því. Við þurfum jafnvel að fljúga á mánudaginn. Svo er leikur strax á fimmtudeginum. Þannig að það þarf að koma þessu heim og saman," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.
„Ég held að það væri kærkomið gagnvart íslensku liðunum að gefa þeim svigrúm sem þarf til að ná árangri í þessari keppni. Vonandi klára og Stjarnan og Valur sína leiki líka í kvöld."
Athugasemdir