Breiðablik er með ellefu stiga forskot sem stendur á toppi Bestu deildarinannar þegar flest lið eru búin með tuttugu leiki. Víkingur getur minnkað forskotið niður í níu stig með sigri gegn Leikni annað kvöld.
Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í gærkvöldi og eftir leik var Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali við Stöð 2 Sport spurður hvort eitthvað gæti komið í veg fyrir að Blikar verði Íslandsmeistarar.
Breiðablik vann 1-0 sigur á Val í gærkvöldi og eftir leik var Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali við Stöð 2 Sport spurður hvort eitthvað gæti komið í veg fyrir að Blikar verði Íslandsmeistarar.
„Blikarnir eru búnir að vera besta lið Íslands síðustu þrjú ár en þeir hafa ekki ennþá náð að klára það. Ég held að ef þeir klúðra þessu þá verða þeir aldrei meistarar aftur," sagði Óli. Breiðablik hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, sá titill vannst árið 2010.
Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, tók í svipaðan streng í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og óskaði Blikum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í toppbaráttuna eftir leikinn.
„Varðandi hin liðin, þá ætla ég ekkert að spá í þau. Þeir eru í sínu prógrami og sinni stigasöfnun og hvernig gengur verður að vera þeirra mál. Við erum á okkar ferðalagi, næsta verkefni er KA og næsti áfangastaður á Akureyri og þar ætlum við að vinna," sagði Óskar
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir