Maður hefur verið handtekinn ásakaður um að hafa slegið Jack Grealish, leikmann Manchester City, í andlitið þegar Manchester-liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Grealish var á leið út af vellinum eftir leik þegar maður kom og sló hann í andlitið.
Grealish var á leið út af vellinum eftir leik þegar maður kom og sló hann í andlitið.
Maðurinn heitir Alfie Holt og er tvítugur að aldri. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og þarf að mæta fyrir dóm í Manchester í sumar.
Hinn 29 ára gamli Grealish meiddist ekki alvarlega en hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum.
Man Utd vinnur náið með lögreglu að rannsókn málsins.
Athugasemdir