Klukkan 18:00 mæta Víkingar nýliðum ÍBV í 1. umferð Bestu deildarinnar á Víkingsvelli. ÍBV vann Lengjudeildina í fyrra en Víkingur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, og Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, hafa valið byrjunarlið sín og má sjá þau hér að neðan.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, og Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, hafa valið byrjunarlið sín og má sjá þau hér að neðan.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 ÍBV
Hjá Víkingi vekur athygli að nýr fyrirliði liðsins, Oliver Ekroth, er ekki í hópnum. Aron Elís Þrándarson er með bandið í fjarveru Svíans. Gamli fyrirliðinn, Nikolaj Hansen, er líka fjarri góðu gamni en hann tognaði í æfingaleik í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir Víking í dag en hann kom frá Val í vetur. Gylfi er í treyju númer 32 eins og Magic Johnson hjá LA Lakers á sínum tíma. Sveinn Gísli Þorkelsson er við hlið Gunnars Vatnhamars í hjarta varnarinnar.
Hjá ÍBV er Marcel Zapytowski í byrjunarliðinu en markmaðurinn gekk í raðir ÍBV í síðustu viku. Mattias Edeland er þá klár í slaginn en hann hefur verið talsver frá vegna meiðsla í vetur. Besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, Oliver Heoðarsson, er í fremstu línu ásamt Breka Baxter en þeir Sverrir Páll Hjaltested, Arnar Breki Gunnarsson og Omar Sowe eru á bekknum.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Daníel Hafsteinsson
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
Athugasemdir