Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gestir á Akranesvelli geta unnið vikuferð til Tene
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur tilkynnt um nýtt samstarf við fótboltadeild félagsins. Samstarfið er ansi áhugavert en það er við lúxushótelið GF Victoria á Tenerife.

Gestir á heimaleikjum ÍA í sumar eiga tækifæri á því að taka þátt í lukkuleik og geta unnið vikudvöl á hótelinu fyrir alla fjölskylduna. ÍA spilar heimavelli sína á Akranesvelli, ELKEM vellinum. Fyrsti leikur þar verður 23. apríl þegar Vestri kemur í heimsókn í 3. umferð Bestu deildarinnar.

Skemmtilegt kynningarmyndband ÍA af samstarfinu má sjá hér að neðan. Til að geta tekið þátt í lukkuleiknum skanna gestir á vellinum QR kóða sem verður við inngang vallarins.


Tilkynning ÍA:
TENERIFE HITTIR AKRANES – NÝTT SAMSTARF!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um spennandi samstarf milli Knattspyrnufélags ÍA og lúxushótelsins GF Victoria á Tenerife – einu glæsilegasta fjölskylduhóteli Kanaríeyja!

Samstarfið nær bæði til meistaraflokka ÍA og yngri flokka starfs félagsins.

Þá verður GF Victoria einn af bakhjörlum Norðurálsmótsins 2025 – einu stærsta knattspyrnumóti landsins fyrir börn í 8.- og 7. aldursflokki, sem fagnar einmitt 40 ára afmæli í ár.

Það sem allir gestir á vellinum á Akranesi í sumar mega eiga von á:

Gestir á heimaleikjum ÍA í sumar – hvar sem þeir eru að heiman – eiga tækifæri á að taka þátt í lukkuleik og geta unnið vikudvöl á GF Victoria fyrir fjölskylduna!



Athugasemdir
banner