
Ari Freyr Skúlason var frábær í liði Íslands þegar að Moldóva hemsótti Laugardalsvöll. Leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands og var Ari Freyr valinn maður leiksins af Fótbolta.net.
„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.
„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Moldóva
Ísland hefur farið mjög vel af stað í undankeppni Evrópumótsins 2020 og eru með fjóra sigra í fimm fyrstu leikjunum. Ari furðar sig á því að ekki hafi verið fleiri á leiknum í dag.
„Ég skil ekki alveg það var ekki uppselt í dag. Ég veit ekki hvað fólk vill meira þar sem að við erum með 12 stig af 15 mögulegum. En annars var frábær stemmnig hér á Laugardalsvellinum eins og alltaf og við höldum áfram."
Eins og áður segir heimsækir íslenska liðið Albaníu næstkomandi þriðjudag og býst Ari Freyr við hörkuleik þar.
„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar þannig að ég býst við hörkuleik. En ef við komum vel gíraðir í þann leik og gerum það sem við erum vanir að gera þá sé ég góða möguleika að taka þrjú stig heim." sagði Ari Freyr að lokum.
Nánar er rætt við Ara Frey í spilaranum að ofan.
Athugasemdir