Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 07. september 2019 19:32
Kristófer Jónsson
Ari Freyr: Skil ekki afhverju það var ekki uppselt
Icelandair
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason var frábær í liði Íslands þegar að Moldóva hemsótti Laugardalsvöll. Leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands og var Ari Freyr valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur farið mjög vel af stað í undankeppni Evrópumótsins 2020 og eru með fjóra sigra í fimm fyrstu leikjunum. Ari furðar sig á því að ekki hafi verið fleiri á leiknum í dag.

„Ég skil ekki alveg það var ekki uppselt í dag. Ég veit ekki hvað fólk vill meira þar sem að við erum með 12 stig af 15 mögulegum. En annars var frábær stemmnig hér á Laugardalsvellinum eins og alltaf og við höldum áfram."

Eins og áður segir heimsækir íslenska liðið Albaníu næstkomandi þriðjudag og býst Ari Freyr við hörkuleik þar.

„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar þannig að ég býst við hörkuleik. En ef við komum vel gíraðir í þann leik og gerum það sem við erum vanir að gera þá sé ég góða möguleika að taka þrjú stig heim." sagði Ari Freyr að lokum.

Nánar er rætt við Ara Frey í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner