Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
   fim 08. desember 2022 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Fjögur mörk skoruð og átta stoðsendingar í ellefu leikjum.
Fjögur mörk skoruð og átta stoðsendingar í ellefu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var ekki að fá tækifæri hjá Häcken, var utan hóps nokkra leiki og þá ákvað ég að það væri best að fara á lán og fá að spila 90 mínútur til að fá smá sjálfstraust
Ég var ekki að fá tækifæri hjá Häcken, var utan hóps nokkra leiki og þá ákvað ég að það væri best að fara á lán og fá að spila 90 mínútur til að fá smá sjálfstraust
Mynd: BK Häcken
„Ég var ekki að fá tækifæri hjá Häcken, var utan hóps nokkra leiki og þá ákvað ég að það væri best að fara á lán og fá að spila 90 mínútur til að fá smá sjálfstraust," sagði Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken, við Fótbolta.net í dag.

Diljá er 21 árs og var að ljúka sínu öðru tímabili í Svíþjóð. Seinni hluta tímabilsins var hún á láni hjá Norrköping í næstefstu deild.

„Ég var búin að skoða aðra möguleika en svo mætti þjálfari Norrköping á æfingu hjá okkur, ég hafði ekki hugmynd hver það var, og hann bað um fund með mér eftir æfinguna. Ég átti samtal við hann og eftir það keyrði ég bara á það."

„Þetta hefði í rauninni ekki getað farið betur, það var ómögulegt að ná fyrsta sætinu. Ég er mjög ánægð, þetta var það besta sem ég gat gert."

„Ég vissi það eiginlega ekki, en sá það um leið og ég kom að ég var mikilvæg. Það voru skiptar skoðanir, ég kom úr toppumhverfi og með háar kröfur, hlutirnir voru ekki alveg eins hjá Norrköping en svo vöndust stelpurnar mínum kröfum og í lokin fíluðu þær það í botn. Að koma með smá attitjúd inn í þetta reif margar upp og þetta var bara geggjað."

„Það kom mér á óvart hversu gott umhverfið er hjá Norrköping, þær spila á sama velli og strákarnir, sama rækt en æfingatímarnir voru klukkan hálf sex og ég komin heim hálf átta á kvöldin. Það var svolítið öðruvísi (en hjá Häcken), en allt í góðu og bara gaman."

„Þetta eru þrír tímar í lest frá Gautaborg, ég var dugleg að fara í lest á milli. Það var ekkert mál að flytja til Norrköping og ég naut þess í botn að vera þarna."


Eftir að Diljá fór til Norrköping gekk liðinu mjög vel, liðið vann tíu leiki af ellefu og vann sér inn sæti í efstu deild. Diljá skoraði fjögur mörk og lagði auk þess upp átta mörk. Alls skoraði Norrköping 28 mörk eftir að Diljá kom til félagsins og því kom hún með beinum hætti að tæplega helmingi marka liðsins.

„Ástæðan fyrir því að ég var fengin var sú að liðið vann Alingsås mjög óvænt og eftir það sást að það var möguleiki á að fara upp. Það var hægt að fá inn einn leikmenn, ég var tekin inn og eftir það var eina markmiðið að fara upp. Að við höfum náð að tryggja okkur upp fyrir síðasta leikinn var smá sjokk fyrir alla. Það var geggjað að ná markmiðinu."

„Þjálfarinn var svolítið að reyna toga í mig og halda mér en ég vildi fara til baka til Häcken og sjá hvað þeir segðu fyrst, sjá hvernig mér myndi líða þar. Ég er búin að eiga gott samtal og ætla allavega fyrst þangað eftir áramót og sjá svo bara hvað gerist,"
sagði Diljá.

Viðtalið, sem má sjá í heild sinni í spilaraum efst, er talsvert lengra, hún er spurð frekar út í Häcken, lífið í Svíþjóð, íslenska landsliðið, kærasta sinn Valgeir Lunddal, Oliver Stefánsson og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner