Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy veit ekki hvort hann haldi áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leicester City er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir áttunda tapleikinn í röð. Leicester hefur ekki tekist að skora eitt mark í þessum átta leikjum.

Lærisveinar Ruud van Nistelrooy steinlágu á heimavelli gegn Newcastle í kvöld þar sem gestirnir voru komnir með þriggja marka forystu í fyrri hálfleik.

„Ef við skoðum þessu mörk aftur þá gerðum við mistök í hverju einasta þeirra. Newcastle er flott skyndisóknarlið og þeir kláruðu okkur í fyrri hálfleik. Við erum búnir að reyna að breyta til og prófa nýja hluti en það virðist ekkert virka, við virðumst ekki geta náð í jákvæð úrslit. Þetta er mjög erfiður kafli fyrir okkur," sagði Nistelrooy eftir tapið en hann notaði sama byrjunarliðið fjórða leikinn í röð.

„Ég ákvað að nota sama byrjunarlið aftur vegna þess að það var augljóslega ekki að virka að skipta leikmönnum úr liðinu eða að breyta um taktík. Sjálfstraustið í hópnum er virkilega lágt núna og það er eins og strákarnir nái ekki að spila eins vel og þeir geta fyrr en eftir að þeir lenda nokkrum mörkum undir. Seinni hálfleikurinn var flottur í dag en fyrri hálfleikurinn, þegar það var pressa á leikmönnum að standa sig, afleitur."

Nistelrooy neitaði að tjá sig um framtíðina þó að hann sé samningsbundinn Leicester í tvö ár til viðbótar.

„Ég er hér til að hjálpa félaginu en þetta er erfitt því ég hef augljóslega ekki verið að ná árangri. Staðan er ekki nógu góð."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
5 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
6 Man City 31 15 7 9 57 40 +17 52
7 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 31 12 6 13 51 47 +4 42
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
15 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 31 4 5 22 25 70 -45 17
20 Southampton 31 2 4 25 23 74 -51 10
Athugasemdir
banner
banner