Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fyrsta mark Arnórs fyrir Malmö
Arnór hefur skorað 2 mörk í 34 A-landsleikjum með Íslandi.
Arnór hefur skorað 2 mörk í 34 A-landsleikjum með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson skoraði sigurmarkið í stórleik Malmö gegn Elfsborg í efstu deild sænska boltans í dag.

Liðin mættust í annari umferð á nýju deildartímabili og er Malmö með sex stig eftir þennan sigur, á meðan Íslendingalið Elfsborg situr eftir með eitt stig.

   07.04.2025 19:06
Arnór kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið


Arnór kom inn af bekknum í stöðunni 1-0 fyrir Malmö en gestirnir frá Elfsborg jöfnuðu skömmu síðar, áður en Arnór skoraði sigurmarkið sem má sjá hér fyrir neðan. Þetta er jafnframt hans fyrsta mark fyrir Malmö og kemur það í aðeins öðrum leik hans fyrir félagið.

Arnór er 25 ára gamall og var síðast á mála hjá Blackburn Rovers í ensku Championship deildinni en lenti í mikið af meiðslavandræðum. Hann skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 41 leik með Blackburn þrátt fyrir meiðslavandræðin.


Athugasemdir
banner
banner