Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
„Það verður mikill áhugi á honum í sumar, ég efast ekki um það"
Mynd: EPA
Craig Bellamy landsliðsþjálfari Wales hefur tjáð sig um enska framherjann Liam Delap, sem er stjörnuleikmaðurinn í liði Ipswich Town.

Ipswich fellur að öllum líkindum úr ensku úrvalsdeildinni en Delap hefur verið öflugur og er kominn með 12 mörk á deildartímabilinu.

„Það verður mikill áhugi á honum í sumar, ég efast ekki um það," sagði Bellamy sem gestur í sjónvarpsveri Sky Sports í dag. Hann rifjaði upp þegar Burnley reyndi að kaupa Delap frá Manchester City í fyrrasumar, þegar Bellamy var partur af þjálfarateyminu hjá Burnley.

„Við reyndum að kaupa hann síðasta sumar en fengum bara svar að það myndi kosta mjög háa upphæð. Það voru stórlið á eftir honum svo það kom okkur á óvart þegar Ipswich krækti í hann. Það var mjög vel gert hjá þeim."

Ipswich borgaði um 20 milljónir punda fyrir Delap þrátt fyrir áhuga stærri félagsliða. Delap vildi fá spiltíma, sem hann hefur nýtt mjög vel hingað til.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er snöggur, með góð hlaup, heldur boltanum vel og með góða sendingagetu. Hann er óeigingjarn og það sést á honum að hann kom í gegnum akademíuna hjá Man City.

„Þetta er búið að vera mjög stórt ár fyrir hann, það er ekki auðvelt að spila svona vel með fallbaráttuliði."

Athugasemdir
banner