Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Sviss í Laugardal og ÍBV í Mosfellsbæ
Ísland og Noregur skildu jöfn á föstudaginn.
Ísland og Noregur skildu jöfn á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá hér á landi í dag, þar sem íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því svissneska á Þróttarvelli í Laugardalnum klukkan 16:45 áður en Afturelding spilar við ÍBV í Mosfellsbæ.

Þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureigninni í Sviss og þurfa Stelpurnar okkar sigur í dag í tilraun til að forðast fall úr A-deild.

Noregur og Frakkland eru einnig með í deildinni, en Ísland er með tvö stig eftir þrjár umferðir. Botnliðið fellur í B-deild og þriðja sætið fer í umspilsleik.

Afturelding mætir ÍBV í lokaumferð B-deildar í Lengjubikar kvenna. Afturelding er þar með þrjú stig eftir sex umferðir, fjórum stigum á eftir Vestmannaeyingum.

Íslenska U19 landslið kvenna spilar þá við Slóveníu í síðasta leik sínum í undankeppni fyrir EM, en Ísland á ekki möguleika á að komast í lokakeppnina eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðunum. Mikilvægt er þó að Stelpurnar okkar endi ekki í botnsætinu til að halda sér í efstu deild og eru þær með betri markatölu heldur en þær slóvensku svo jafntefli nægir í dag.

Landslið kvenna - Þjóðadeildin
16:45 Ísland-Sviss (Þróttarvöllur)
18:00 Noregur-Frakkland (Ullevål)

Lengjubikar kvenna - B-deild
20:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)

U19 landslið kvenna - Undankeppni EM
15:00 Slóvenía - Ísland
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 4 0 0 8 - 2 +6 12
2.    Noregur 4 1 1 2 2 - 4 -2 4
3.    Ísland 4 0 3 1 5 - 6 -1 3
4.    Sviss 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner