Eddie Howe var kátur eftir 0-3 sigur Newcastle United á útivelli gegn fallbaráttuliði Leicester City í kvöld.
Newcastle er í afar góðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir þennan sigur.
„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, við vissum að þetta yrði ekki auðvelt. Við byrjuðum leikinn sem betur fer vel og það skilaði sigrinum. Ég vildi sjá okkur bæta við mörkum í seinni hálfleik en Leicester sýndi góða baráttu og gerði okkur erfitt fyrir," sagði Howe.
Newcastle skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og var annað markið sérstaklega laglegt, þar sem Jacob Murphy fylgdi frábæru langskoti Fabian Schär eftir með marki. Schär lét vaða af eigin vallarhelmingi og hæfði markslána.
„Fabian hefur magnaða hæfileika sérstaklega fyrir miðvörð, ég hélt í smá stund að þessi bolti væri inni en Jacob gerði mjög vel að vera tilbúinn til að fylgja eftir."
Newcastle vann deildabikarinn í mars og hefur síðan þá sigrað tvo úrvalsdeildarleiki í röð í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið mætir Manchester United, Crystal Palace og Aston Villa í næstu viku.
„Ég get ekki hrósað strákunum nóg, ég er með frábæran leikmannahóp hérna. Þetta eru hógværir og metnaðarfullir strákar sem geta náð mjög langt. Baráttan um Meistaradeildina verður gríðarlega spennandi og næstu leikir eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Við eigum þrjá virkilega erfiða leiki í næstu viku sem gætu ráðið úrslitum um hvar við endum á stöðutöflunni. Við erum í góðri stöðu en það er enn mikil vinna framundan.
„Ég var örlítið smeykur um að strákarnir myndu missa dampinn eftir að hafa sigrað úrslitaleik deildabikarsins en þeir eru búnir að bregðast frábærlega við. Ég er virkilega stoltur."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 31 | 22 | 7 | 2 | 72 | 30 | +42 | 73 |
2 | Arsenal | 31 | 17 | 11 | 3 | 56 | 26 | +30 | 62 |
3 | Nott. Forest | 31 | 17 | 6 | 8 | 51 | 37 | +14 | 57 |
4 | Chelsea | 31 | 15 | 8 | 8 | 54 | 37 | +17 | 53 |
5 | Man City | 31 | 15 | 7 | 9 | 57 | 40 | +17 | 52 |
6 | Aston Villa | 31 | 14 | 9 | 8 | 46 | 46 | 0 | 51 |
7 | Newcastle | 29 | 15 | 5 | 9 | 49 | 39 | +10 | 50 |
8 | Fulham | 31 | 13 | 9 | 9 | 47 | 42 | +5 | 48 |
9 | Brighton | 31 | 12 | 11 | 8 | 49 | 47 | +2 | 47 |
10 | Bournemouth | 31 | 12 | 9 | 10 | 51 | 40 | +11 | 45 |
11 | Crystal Palace | 30 | 11 | 10 | 9 | 39 | 35 | +4 | 43 |
12 | Brentford | 31 | 12 | 6 | 13 | 51 | 47 | +4 | 42 |
13 | Man Utd | 31 | 10 | 8 | 13 | 37 | 41 | -4 | 38 |
14 | Tottenham | 31 | 11 | 4 | 16 | 58 | 45 | +13 | 37 |
15 | Everton | 31 | 7 | 14 | 10 | 33 | 38 | -5 | 35 |
16 | West Ham | 31 | 9 | 8 | 14 | 35 | 52 | -17 | 35 |
17 | Wolves | 31 | 9 | 5 | 17 | 43 | 59 | -16 | 32 |
18 | Ipswich Town | 31 | 4 | 8 | 19 | 31 | 65 | -34 | 20 |
19 | Leicester | 30 | 4 | 5 | 21 | 25 | 67 | -42 | 17 |
20 | Southampton | 31 | 2 | 4 | 25 | 23 | 74 | -51 | 10 |
Athugasemdir