Leganes 1 - 1 Osasuna
0-1 Jorge Herrando ('49)
1-1 Dani Raba ('87 víti)
0-1 Jorge Herrando ('49)
1-1 Dani Raba ('87 víti)
Leganés og Osasuna áttust við í síðasta leik 30. umferðar spænska deildartímabilsins.
Liðin áttust við í fallbaráttuslag og ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum. Osasuna fékk hættulegri færi í fyrri hálfleik en staðan var markalaus í leikhlé.
Osasuna tók forystuna í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Jorge Herrando og vöknuðu heimamenn í Madríd við þennan skell.
Leganés sótti stíft en tókst ekki að jafna metin fyrr en á 87. mínútu, þegar Dani Raba skoraði af vítapunktinum.
Gestirnir í liði Osasuna fengu einnig góð færi í síðari hálfleik sem þeir nýttu þó ekki svo lokatölur urðu 1-1.
Leganés er í fallsæti sem stendur, með 28 stig eftir 30 umferðir - tveimur stigum frá öruggu sæti. Osasuna er sjö stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir