Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Tíu Víkingar kláruðu Eyjamenn
Daníel Hafsteinsson kom Víkingi yfir.
Daníel Hafsteinsson kom Víkingi yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 ÍBV
1-0 Daníel Hafsteinsson ('49)
2-0 Gunnar Vatnhamar ('79)
Rautt spjald: Gylfi Þór Sigurðsson, Víkingur ('55)

Víkingur R. tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð nýs tímabils í Bestu deild karla og var staðan markalaus í leikhlé þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Víkingar voru mikið með boltann og komust í góðar stöður til að skora án þess að takast það. Þeir sköpuðu ekki sérlega mikið og virtust ekki vera upp á sitt besta.

Daníel Hafsteinsson byrjaði seinni hálfleikinn á góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Sveini Gísla Þorkelssyni. Skömmu síðar fékk Gylfi Þór Sigurðsson beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu úti á miðjum velli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 ÍBV

Ellefu Eyjamönnum tókst ekki að skapa sér góð færi og var leikurinn jafn þó að ekki væri jafnt í liðum. Næsta mark leit dagsins ljós á 79. mínútu þegar Gunnar Vatnhamar stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni til að tvöfalda forystuna.

ÍBV reyndi að minnka muninn í sjö mínútna uppbótartíma en tókst ekki ætlunarverk sitt gegn skipulögðum Víkingum.

Niðurstaðan þægilegur 2-0 sigur þó að Víkingar hafi ekki verið upp á sitt besta.
Athugasemdir
banner