Haukar voru að krækja í mikilvægan liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna, eftir að hafa sigrað 2. deildina í fyrra.
Unglingalandsliðskonan Kristín Magdalena Barboza er komin á lánssamningi frá Breiðabliki. Hún er fædd 2008 og er með 16 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 6 fyrir U17 liðið.
Kristín er uppalin hjá Sindra og gerði flotta hluti á láni hjá FHL, sem komst upp í Bestu deildina, í fyrra. Kristín kom við sögu í tveimur leikjum með Blikum í Lengjubikarnum í vetur.
Glódís María Gunnarsdóttir er þá komin til félagsins á láni frá Val, en hún er fædd 2006 og á einnig leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Glódís María þekkir vel til hjá Haukum eftir að hafa verið í lykilhlutverki á láni hjá liðinu í fyrra, þar sem hún skoraði 10 mörk í 20 leikjum er Haukar fóru upp um deild.
Athugasemdir