Arsenal vill tyrkneska stjörnu - Liverpool og Man Utd skoða miðjumenn á Ítalíu - Modric á förum frá Real Madrid?
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
Völsungur áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
   mán 07. apríl 2025 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Láki fylgist með af hliðarlínunni í kvöld
Láki fylgist með af hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar ÍBV þurftu að gera sér að góðu að halda heim á Heimaey stigalausir úr Víkinni eftir 2-0 tap gegn Víkingum fyrr i kvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum sýndu þó klærnar í leiknum og létu lið Víkinga sannarlega hafa fyrir hlutunum. Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV var því sáttur með margt í leik sinna manna í kvöld er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum þó úrslitin hafi vissulega sviðið.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 ÍBV

„Í fyrri hálfleiknum voru Víkingarnir mun sterkari en sköpuðu sér ekki mikið af opnum færum og bara heilt yfir í leiknum vörðumst við mjög vel. Við áttum góða möguleika þegar þeir missa leikmann út af og það kom mér kannski á óvart hversu djúpt niður Víkingarnir fóru við það og lentu í vandræðum.“

Eyjamenn áttu eftir rauða spjaldið á Gylfa Þór Sigurðsson á 55.mínútu leiksins góðan kafla sem skilaði þó ekki marki. Hvað vantaði upp á að mati Láka?

„Mér til þess að klára það og setja mark á þá. Við vorum að spila upp að teig en svo var þetta aðeins of hægt og fyrirsjáanlegt sem eru einu vonbrigðin. En hugarfar leikmanna leikplanið og varnarleikur liðsins var bara mjög góður í dag.“

Víkingar að endingu refsuðu Eyjamönnum fyrir það að nýta ekki liðsmuninn og bættu við marki á 79.mínútu leiksins.

„Það er auðvelt að segja það að við ætlum að stoppa Víkingana og þetta er uppsett atriði. En þeir eru bara ótrúlega sterkir í uppsettum atriðum.“

Sagði Láki en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir