Bologna 1 - 1 Napoli
0-1 André-Frank Zambo Anguissa ('18)
1-1 Dan Ndoye ('64)
0-1 André-Frank Zambo Anguissa ('18)
1-1 Dan Ndoye ('64)
Titilbaráttulið Napoli heimsótti Bologna í hörkuslag í efstu deild ítalska boltans í kvöld. Liðin áttust við í eina leik kvöldsins og tóku gestirnir forystuna snemma leiks, þegar miðjumaðurinn öflugi Frank Anguissa skoraði eftir ótrúlegt einstaklingsframtak á 18. mínútu. Anguissa spretti upp miðjan völlinn, framhjá þremur andstæðingum áður en hann lék á markvörðinn og skoraði í autt markið.
Bologna vann sig hægt og rólega inn í leikinn en gestirnir frá Napólí voru með verðskuldaða forystu, 0-1, í leikhlé.
Napoli hætti að skapa sér færi í síðari hálfleik og færði sig aftar á völlinn. Það nýtti Dan Ndoye sér til að jafna metin fyrir heimamenn tókst Dan Ndoye að jafna metin fyrir heimamenn með glæsilegri hælspyrnu sem fór í slána og inn, eftir góðan undirbúning frá Jens Odgaard.
Bologna var sterkara liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa sér mikið svo lokatölur urðu 1-1.
Þetta er skellur fyrir Napoli sem hefði getað komist einu stigi frá Inter með sigri í kvöld. Þess í stað eru lærisveinar Antonio Conte þremur stigum á eftir toppliði Inter í titilbaráttunni.
Bologna er í fjórða sæti, einu stigi fyrir ofan Juventus og tveimur fyrir ofan Lazio.
Athugasemdir