Fyrstu tveir stórleikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram í kvöld, þegar Arsenal og FC Bayern eiga heimaleiki gegn meistaraliðum Real Madrid og Inter.
Arsenal, sem endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og virðist ætla að enda á sama stað í ár, tekur á móti Real Madrid í gríðarlega eftirvæntum slag.
Þessi tvö stórveldi hafa aðeins einu sinni áður mæst í keppnisleik, þegar Arsenal sló Real Madrid úr leik í Meistaradeildinni 2006. Arsenal komst alla leið í úrslitaleikinn það árið en tapaði honum gegn Barcelona.
Stjörnum prýtt lið Real er aftur á móti sigursælasta félag í sögu keppninnar. Félagið hefur unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og fimmtán sinnum í heildina.
Bayern og Inter áttust síðast við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2022, þar sem Bæjarar sigruðu bæði á heima- og útivelli.
Inter sigraði þó úrslitaleikinn gegn Bayern 2010, ári áður en Ítalirnir slógu Þjóðverjana úr leik í 16-liða úrslitum.
Leikir kvöldsins
19:00 Arsenal - Real Madrid
19:00 Bayern - Inter
Athugasemdir