Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
England: Murphy kláraði Leicester í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Leicester 0 - 3 Newcastle
0-1 Jacob Murphy ('2)
0-2 Jacob Murphy ('11)
0-3 Harvey Barnes ('34)

Newcastle United heimsótti fallbaráttulið Leicester City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og lenti ekki í erfiðleikum gegn lærisveinum Ruud van Nistelrooy.

Kantmaðurinn knái Jacob Murphy hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Newcastle á leiktíðinni og skoraði hann fyrstu tvö mörk leiksins í dag. Seinna markið er sérlega minnisstætt því hann fylgdi langskoti Fabian Schär eftir með marki af stuttu færi. Schär skaut í markslána eftir að hafa látið vaða frá eigin vallarhelmingi og var Murphy fyrstur að átta sig.

Staðan var orðin 0-2 eftir ellefu mínútur og bætti Harvey Barnes þriðja markinu svo við.

Leicester sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og var staðan 0-3 í leikhlé. Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill og bragðdaufur og ekki bættust fleiri mörk við. Lokatölur 0-3.

Þetta er dýrmætur sigur fyrir Newcastle í baráttunni um Meistaradeildarsæti á meðan Leicester er svo gott sem fallið úr deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
5 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
6 Man City 31 15 7 9 57 40 +17 52
7 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 31 12 6 13 51 47 +4 42
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
15 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 31 4 5 22 25 70 -45 17
20 Southampton 31 2 4 25 23 74 -51 10
Athugasemdir
banner