Stjarnan 2 - 1 FH
1-0 Örvar Eggertsson ('64)
2-0 Andri Rúnar Bjarnason ('68)
2-1 Dagur Traustason ('90)
1-0 Örvar Eggertsson ('64)
2-0 Andri Rúnar Bjarnason ('68)
2-1 Dagur Traustason ('90)
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 FH
Stjarnan og FH áttust við í seinni leik kvöldsins í Bestu deild karla og var staðan markalaus eftir afar jafnan fyrri hálfleik þar sem Stjörnumenn byrjuðu af krafti en FH-ingar unnu sig svo inn í leikinn.
Það var rólegt yfir þessu í byrjun síðari hálfleiks, allt þar til Örvar Eggertsson kom heimamönnum yfir með afar umdeildu marki þar sem er ljóst að vantaði marklínutæknina.
Örvar náði að pota í boltann eftir gríðar mikinn atgang í vítateig FH en Mathias Rosenörn markvörður FH varði með hnjánum. Stjörnumenn báðu um mark og flaggaði aðstoðardómarinn til að gefa þeim mark, við mikil mótmæli FH-inga sem töldu boltann ekki hafa farið yfir marklínuna.
Markið fékk að standa og var afar erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið yfir línuna í endursýningum.
Þetta mark opnaði leikinn og tvöfaldaði Andri Rúnar Bjarnason forystuna skömmu síðar þegar hann fylgdi skoti Benedikt V. Warén eftir með marki, eftir laglegan undirbúning frá Örvari sem átti góðan leik.
FH tók að sækja meira á lokakaflanum og minnkaði Dagur Traustason muninn undir lokin, en það dugði ekki til. FH skapaði sér færi á lokamínútum uppbótartímans en tókst ekki að jafna svo lokatölur urðu 2-1.
Athugasemdir