Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Skandinavíu eftir að lærlingar Milos Milojevic rúlluðu yfir Al-Jazira í efstu deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Al-Wasl sigraði með fimm marka mun á útivelli og er í fjórða sæti deildarinnar, án mikilla möguleika að krækja í sæti í Meistaradeild Asíu fyrir næstu leiktíð.
Í sænska boltanum var Arnór Sigurðsson hetja Malmö þar sem hann skoraði sigurmarkið gegn Elfsborg eftir að hafa komið inn af bekknum.
Júlíus Magnússon spilaði fyrstu klukkustundina í liði Elfsborg. Hann fór útaf á sama tíma og Ari Sigurpálsson kom inn af bekknum til að spila síðasta hálftímann.
Malmö vann leikinn 2-1 og er með sex stig eftir tvær umferðir. Elfsborg er aðeins með eitt stig.
Í Danmörku kom Mikael Neville Anderson við sögu í 2-1 tapi AGF sem missteig sig í titilbaráttunni. Århus tapaði gegn Bröndby og eru liðin núna jöfn á stigum í þriðja sæti, átta stigum eftir toppliði FC Kaupmannahafnar.
2-1 Malmö FF! Arnór Sigurdsson revanscherar sig efter bjudningen vid 1-1 när han vinklar in bollen i mål efter Taha Alis förarbete! ????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) April 7, 2025
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/kQSJuEUELJ
Malmö 2 - 1 Elfsborg
0-0 Simon Hedlund, misnotað víti ('2)
1-0 Anders Christiansen ('47)
1-1 Simon Hedlund ('71)
2-1 Arnór Sigurðsson ('78)
Bröndby 2 - 1 Aarhus
Al-Jazira 0 - 5 Al-Wasl
Athugasemdir