Það er nóg um að vera í Þjóðadeild kvenna í dag þar sem helstu fótboltaþjóðir Evrópu kljást.
Það er mikil barátta í A-deildinni sem hefst á heimaleikjum Íslands og Þýskalands. Stelpurnar okkar mæta Sviss eftir jafntefli í fyrri leiknum á meðan Þýskaland fær Skotland í heimsókn, eftir þægilegan sigur í Skotlandi.
Danmörk spilar svo við Ítalíu áður en Noregur mætir Frakklandi í íslenska riðlinum.
Spánn og Portúgal eigast við í hörkuspennandi nágrannaslag á sama tíma sterkt landslið Svía fær Wales í heimsókn.
Belgía spilar við England í lokaleik dagsins.
Þá eru einnig leikir í B- og C-deildunum þar sem Króatía, Pólland, Úkraína, Finnland og Írland eru meðal þjóða sem mæta til leiks.
A-deild
15:45 Ísland - Sviss
15:45 Þýskaland - Skotland
16:00 Danmörk - Ítalía
16:15 Austurríki - Holland
17:00 Noregur - Frakkland
17:00 Spánn - Portúgal
17:00 Svíþjóð - Wales
18:30 Belgía - England
B-deild
13:30 Bosnía - Pólland
14:00 Króatía - Albanía
15:30 Tékkland - Úkraína
15:30 Finnland - Ungverjaland
16:00 Tyrkland - Slóvenía
18:00 Norður-Írland - Rúmenía
18:30 Írland - Grikkland
19:00 Hvíta-Rússland - Serbía
C-deild
11:00 Ísrael - Búlgaría
12:00 Kósovó - Norður-Makedónía
13:00 Kasakstan - Armenía
14:00 Moldóva - Slóvakía
15:30 Liechtenstein - Lúxemborg
16:00 Færeyjar - Gíbraltar
16:00 Svartfjallaland - Aserbaídsjan
17:00 Malta - Georgía
18:00 Andorra - Kýpur
Athugasemdir