Spænska deildin hefur ákveðið að áfrýja dómi íþróttadómstólsins þar í landi sem dæmdi Barcelona í hag á dögunum.
Dómurinn gerir Barca kleift að nýta sér Dani Olmo og Pau Víctor þrátt fyrir að La Liga segir félagið ekki geta skráð þá vegna brota á fjárhagsreglum deildarinnar.
Olmo og Víctor eru löglegir með Barcelona næstu vikurnar hið minnsta eða allt þar til áfrýjunin verður tekin fyrir af íþróttadómstólnum.
Olmo er mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Barca á meðan Víctor er varaskeifa, enda gríðarlega erfitt að ryðja sér leið inn í sterka sóknarlínu Börsunga.
Athugasemdir