Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Newcastle: Engin breyting frá síðustu umferð
Mynd: EPA
Leicester City tekur á móti Newcastle United í lokaleik 31. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins í gríðarlega mikilvægri viðureign fyrir bæði félög.

Nýliðar Leicester eru í slæmri stöðu í fallbaráttunni og hefur ekki gengið vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Liðið þarf vægast sagt kraftaverk til að bjarga sér frá falli, enda með 17 stig eftir 30 umferðir sem stendur, 15 stigum frá öruggu sæti.

Gestirnir frá Newcastle eru aftur á móti í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu og geta komið sér í afar vænlega stöðu með sigri í kvöld. Lærisveinar Eddie Howe geta jafnað Chelsea á stigum í fjórða sætinu með sigri, eigandi auka leik til góða.

Bæði lið mæta til leiks með nákvæmlega sömu byrjunarlið og í síðustu umferð, þar sem Leicester tapaði gegn Manchester City á meðan Newcastle lagði Brentford að velli.

Leicester: Hermansen, Coady, Thomas, Faes, Kristiansen, Justin, Ndidi, Soumare, El Khannouss, Daka, Vardy
Varamenn: Stolarczyk, Skipp, Pereira, Okoli, Monga, Mavididi, Decordova-Reid, Buonanotte, J.Ayew

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Livramento, Joelinton, Tonali, Guimaraes, Barnes, Murphy, Isak
Varamenn: Ruddy, Dubravka, Krafth, Longstaff, Miley, Neave, Osula, Targett, Wilson
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
5 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
6 Man City 31 15 7 9 57 40 +17 52
7 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 31 12 6 13 51 47 +4 42
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
15 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 31 4 5 22 25 70 -45 17
20 Southampton 31 2 4 25 23 74 -51 10
Athugasemdir
banner
banner