Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrir Norrköping er liðið gerði 2-2 jafntefli við Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Arnór Ingvi og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping í dag.
Norrköping komst í 2-0 og gerði Arnór annað mark liðsins um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta var jafnframt annað mark Arnórs í deildinni á þessari leiktíð.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 65. mínútu en Mjällby tókst að minnka muninn áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald. Það virtist styrkja liðið því undir lok leiks jafnaði það metin og lokatölur 2-2. Norrköping er í 11. sæti með 29 stig. Arnór Sigurðsson var ekki með liðinu í dag.
Axel Óskar Andrésson spilaði allan leikinn fyrir Örebro sem tapaði fyrir botnliði Dalkurd, 3-1, í B-deildinni. Valgeir Valgeirsson var allan tímann á varamannabekk Örebro, en liðið er í 9. sæti með 34 stig þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu.
Athugasemdir