Brasilíumaðurinn Antony varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora í öllum af fyrstu þremur deildarleikjum sínum fyrir félagið.
Antony jafnaði 1-1 gegn Everton í gær en það var svo Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmarkið.
Antony jafnaði 1-1 gegn Everton í gær en það var svo Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmarkið.
„Ótrúlegt! Þegar farinn að skrifa söguna og upplifa drauminn hérna. Þakkir til liðsins fyrir að styðja mig í að afreka þetta, og ég get lofað ykkur að þetta er rétt að byrja," skrifaði Antony á Instagram.
Erik ten Hag, stjóri United, tjáði sig einnig um Antony eftir leikinn í gær.
„Hann þarf að takast á við áskoranir, þess vegna kom hann í úrvalsdeildina. Hann vill spila við bestu leikmennina og keppa á hæsta spennustiginu. Á fyrstu vikunum hefur hann skorað mörk en ég sé enn möguleika á mikilli bætingu í hans leik," sagði Ten Hag.
„Hann var ekki góður varnarlega í fyrsta leiknum en í dag var hann virkilega öflugur í þeim þætti og mjög agaður. hann staðsetti sig vel."
Athugasemdir