Í síðasta mánuði var fjallað um það í Þungavigtinni að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefði fyrr á þessu ári fundað með Heimi Hallgrímssyni og náð samkomulagi við Heimi um að taka við karlalandsliðinu. Ekkert varð úr því.
Vanda hefur staðfest fundinn með Heimi.
Vanda hefur staðfest fundinn með Heimi.
„Að mínu mati er Arnar Þór á réttri braut með liðið, framfarir eru greinilegar og það er stígandi í leikjunum. Það má m.a. sjá í þeirri tölfræði sem kemur út úr leikjunum, í þeirri staðreynd að liðið er taplaust í sex leikjum og þeim liðsanda og baráttu sem skein í gegn í leiknum við Albaníu," sagði Vanda í svari við fyrirspurn Fótbolta.net í lok síðasta mánaðar.
Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson í dag og spurði hann út í þessi tíðindi.
„Ég hef mjög lítið um það segja. Ég er búinn að vera í atvinnuumhverfinu frá því ég var nítján ára, þetta eru hlutir sem gerast í fótboltanum. Ég hef svo sem enga skoðun á því og engar áhyggjur af því heldur. Þetta eru hlutir sem eru tiltölulega dags daglega, ég tala nú ekki um ef þú ert búinn að vinna í Belgíu lengi. Þar gerast hlutirnir oft hratt í þessum heimi. Ég hef engar áhyggjur af því."
Skiluru Vöndu sem formann að vera horfa í kringum sig og halda möguleikum opnum?
„Ég hef mitt hlutverk sem þjálfari og svo hefur hún sitt hlutverk sem formaður. Eina sem ég veit er að Vanda gerir sitt allra besta í því og treysti henni alveg til að vinna sína vinnu upp á tíu," sagði Arnar.
Athugasemdir