Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022 og það í annað sinn í sögu félagsins, en þetta varð ljóst í kvöld eftir að Víkingur tapaði fyrir Stjörnunni, 2-1.
Blikar hafa verið með mikla yfirburði á þessu tímabili og vel að þessu komnir.
Þetta er í annað sinn í sögu félagsins sem liðið verður Íslandsmeistari og fyrsti titillinn síðan 2010.
Breiðablik fagnar meistaratitlinum án þess að spila og verður því væntanlega fagnað veglega gegn KR næstu helgi er liðin eigast við á Kópavogsvelli.
Blikar eru með 57 stig á toppnum þegar þrír leikir eru eftir með ellefu stiga forystu á Víking og KA. Liðið hefur unnið 18 leiki, gert 3 jafntefli og tapað 3, með markatöluna 60:24.
Við á Fótbolti.net óskum Blikum og stuðningsfólki þess innilega til hamingju með titilinn!
ÍSLANDSMEISTARAR🏆🏆🍾🍾 pic.twitter.com/IiHMLfYhBK
— Blikar.is (@blikar_is) October 10, 2022
Athugasemdir