Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 17:22
Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin: ÍBV fór langt með að tryggja sætið sitt
Eiður Aron skoraði úr víti.
Eiður Aron skoraði úr víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 2 - 1 Keflavík
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('4 )
2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('40 , víti)
2-1 Patrik Johannesen ('47 )

ÍBV fór langt með að tryggja sæti sitt í Bestu-deild karla í dag þegar liðið vann 2 - 1 heimasigur á Keflavík.


Lestu um leikinn

Leikurinn frestaðist um stundarfjórðung og hófst um 15:30 því Herjólfi hafði seinkað aðeins á leiðinni.

Alex Freyr Hilmarsson kom ÍBV yfir strax á 4. mínútu leiksins og  Eiður Aron Sigurbjörnson fyrirliði bætti öðru marki við undir lok hálfleiksins úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd á Sindra Snæ Magnússon sem braut á Arnari Breka Gunnarssyni. 

Patrik Johannessen minnkaði muninn fyrir Keflavík í byrjun fyrri hálfleiks en það dugði ekki til svo ÍBV vann 2 - 1.

ÍBV er komið með 26 stig eftir sigur í báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þegar þrír leikir eru eftir eru þeir sex stigum frá Leikni sem er með 20 stig í næst neðsta sætinu sem er fallsæti.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner