Horsens og Álaborg gerðu markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens í dag en hann fór af velli á 76. mínútu leiksins.
Aron hefur spilað tólf leiki í deildinni á þessu tímabili og skorað tvö mörk.
Erik Hamrén, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er þjálfari Álaborgar.
Nýliðar Horsens eru í 8. sæti með 15 stig á meðan Álaborg situr í næst neðsta sæti með 11 stig.
Athugasemdir