Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Díaz missir af næstu tíu leikjum Liverpool
Kólumbíski kantmaðurinn Luis Díaz mun missa af næstu tíu leikjum Liverpool vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í 3-2 tapinu gegn Arsenal í gær.

Díaz, sem hefur verið með ljósu punktunum í annars slöku liði Liverpool á þessari leiktíð, meiddist undir lok fyrri hálfleiks á Emirates í gær.

Hann þurfti að fara af velli og eftir leik var útlitið ekki gott og sagði þá Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, í viðtali eftir leik að þetta gæti verið af alvarlegum toga.

Nú er það ljóst að hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður hins vegar frá í sex til átta vikur.

Díaz mun missa af næstu tíu leikjum Liverpool og snýr því ekki aftur fyrr en deildin byrjar eftir HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner