Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 15:17
Hafliði Breiðfjörð
Emil Ásmundsson snýr aftur í Fylki (Staðfest)
Emil fagnar sigri í Lengjudeildinni í sumar með Fylki.
Emil fagnar sigri í Lengjudeildinni í sumar með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tilkynnti í dag að Emil Ásmundsson sé genginn í raðir félagsins að nýju frá KR. Hann lék á láni frá KR á síðari hluta þessa tímabils en semur nú við Árbæjarliðið til ársins 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Emil skoraði 4 mörk í 11  leikjum með Fylki í sumar.

Hann hafði gengið til liðs við KR fyrir tímabilið 2020 en dvöl hans í vesturbænum var þyrnum stráð, hann missti af fyrsta tímabilinu öllu vegna meiðsla  og spilaði aðeins tvo leiki í efstu deild 2021. Hann hafði ekki spilað leik þegar hann var lánaður í Fylki í sumar en hann hjálpaði Árbæingum að vinna Lengjudeildina og tryggja sér sæti í Bestu deildinni.


Emil er uppalinn Fylkisstrákur og lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2012 þá aðeins 16 ára gamall. Hann samndi í kjölfarið við stórlið Brighton og var þar í 4 ár og kom svo aftur heim í Fylki þar sem hann lék lykilhlutverk í 4 ár áður en hann samdi við KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner