Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   mán 10. október 2022 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard: Förum svekktir héðan
Síðustu vikur hafa verið fremur svekkjandi fyrir Steven Gerrard, stjóra Aston Villa, og leikmenn hans, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Villa hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fimm deildarleikjum og er liðið nú í 16. sæti með 9 stig.

Gerrard er að vonast til að liðið fari fljótilega að ná að breyta jafnteflum í sigra.

„Mér fannst við ekki skapa nóg til að segja að við höfum átt sigurinn skilið. Ég vildi að við myndum skapa hættulegri færi og það var ekki mikið að frammistöðunni í heild sinni."

„Þetta var ekki brot. Mings fór í boltann en við þurfum samt að verjast betur í föstum leikatriðum. Þetta var laglegt mark og eitt af fáum gæða augnablikum leiksins á síðasta þriðjungnum. Ashley er að sýna gott fordæmi fyrir okkur í augnablikinu og við erum hæstánægðir með hann."

„Við erum að streða. Við erum nálægt því að breyta jafntefli í sigur en til þess þurfa stóru leikmennirnir að stíga upp og gefa okkur meiri gæði. Í síðustu leikjum höfum við farið svekktir heim."

„Við höfum reynt að breyta leikkerfinu aðeins til að vera svolítið frakkir. Við kláruðum leikinn þannig og reyndum að finna þessa galdra og gæði,"
sagði Gerrard í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner